top of page

Besta staðsetning Reykjavíkurflugvallar er Vatnsmýrin




Væri ekki þægilegt að geta sleppt brasinu á Keflavíkurflugvelli og tekið flug beint frá miðbæ Reykjavíkur til miðbæjar London. Ekkert bílavesen og ferðastress í algjöru lágmarki. Flugvélin fer frá Reykjavík og lendir í London við hlið hótelsins sem þú hafðir bókað. Þetta væri vel hægt ef leyft yrði áætlanaflug hljóðlausustu millilandavélanna frá Reykjavíkurflugvelli. Ekki þarf mörg slík flug til að gjörbreyta rekstrarumhverfi Reykjavíkurflugvallar. Fjölgun millilandsfarþega mun fljótt smitast út í innanlandsflugið með fjölgun farþega og lægra miðaverði til allra.


Sem höfuðborg ber Reykjavík ákveðna ábyrgð gagnvart öðrum landsmönnum að tryggja góðar samgöngur að þeirri þjónustu sem hér er veitt. Megnið af stjórnsýslunni er staðsett í borginni og Landspítalann þurfa allir landsmenn að hafa gott aðgengi að. Flutningur flugvallarins út úr höfuðborginni mun ekki bara skerða þetta aðgengi landsbyggðarfólks, heldur munu Reykvíkingar sjálfir líka tapa því ferðahagræði sem flugvöllurinn hefur veitt þeim.


Það umsátursástand sem staðið hefur um flugvöllinn hefur valdið því að þjónustan hefur staðnað og fyrir vikið hafa afar hagkvæm tækifæri til að bæta þjónustuna ekki nýst. Dæmi um slíkt er hversu lítill þáttur farþegafluga er, en vel mætti skoða að leyfa meiri millilandaflug hljóðlegustu millilandavélanna til beint til nokkurra stórborga. Aðeins örfá slík flug þyrfti til að snúa rekstri flugvallarins við og gera hann afar hagkvæman.


Uppsprengt lóðaverð í borginni hefur hins vegar orðið drifkraftur fyrir eyðilegginu vallarins. Meginástæðan fyrir verðlagningunni er lóðaskortsstefna og viðleitni borgarinnar að gera lóðabrask að tekjulind. Meginþorri af ágóðans mun samt ekki renna í vasa Reykvíkinga heldur í vasa milliliða sem þrífast á slíku fasteignabraski og að viðhalda fasteignabólunni.

Lokun Reykjavíkurflugvallar mun hins vegar ekki verða ókeypis, því lofað hefur verið nýjum flugvelli sem skattgreiðendur munu borga fyrir. Sá kostnaður getur auðveldlega hlaupið yfir hundruð milljarða þegar upp verður staðið.


Greinar eftir mig um Reykjavíkurflugvöll:


Öfugsnúið öryggi á Reykjavíkurflugvelli


Rögnuskýrsla ótrúverðug vegna ólöglegra reikniskekkja


Tvær spurningar til ISAVIA vegna áhættumats


Fáu svarað um Reykjavíkurflugvöll


Rakalaust áhættumat Reykjavíkurflugvallar


Skipbrot á Reykjavíkurflugvelli


Þegar undirbúningur þýðir að framkvæma og öryggi þýðir ekki neitt


En við erum enn að nota neyðarbrautina


Áríðandi spurning til Innanríkisráðherra


Vald án ábyrgðar


Sá sem græðir er ekki sá sem borgar

Comments


bottom of page