top of page

Uppgjör við kófið er nauðsynlegt fyrir framtíð þjóðar

Uppgjör við kófið er nauðsynlegt fyrir framtíð þjóðar

Ábyrg framtíð, xY, býður sig nú fram í annað sinn til alþingiskosninga.  Í síðustu kosningum var framboðið það eina sem sagði kóvinu ekki lokið og öllu yrði lokað aftur um leið og búið væri að kjósa.  Það reyndist rétt, en blekkingarleikurinn virkaði og ríkisstjórnin hélt velli.

Í komandi kosningum á að endurtaka leikinn.  Þótt sóttvarnaraðgerðum sé að mestu hætt, eru afleiðingum kófsins langt því frá lokið og hörmungarnar eru bara rétt að byrja.

Núverandi heilsufarsvá er mesta ógn sem steðjað hefur að Íslendingum frá því móðuharðindin gengu yfir.  Að þessum feigðarósi mega Íslendingar ekki sofandi fljóta.  Mikilvægum upplýsingum hefur verið haldið frá almenningi af sama fólki og ber ábyrgð á því að heilsu fólks var stefnt í voða með vanrannsakaðri nýrri gerð bóluefna og meðferðarúrræðum covid-sjúklinga.  Nær engin umræða hefur enn farið fram um afleiðingarnar.  Hér eru nokkrar óhugnalegar  staðreyndir um Íslendinga sem ættu að skapa óhug hjá hverjum þenkjandi manni:


  1. Lífslíkur Íslendinga hafa nú lækkað tvö ár í röð og lækkuðu mest allra evrópuþjóða í faraldrinum

  2. Meginþorri covid-andláta á Íslandi urðu eftir að covid var orðin mun mildari kvefpest og allir sem létust fengu vanprófað tilraunalyf sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælti gegn. (remdesivir)

  3. Meðan á sprautuherferðinni stóð jókst tíðni andvana fæddra barna og nýburadauða um 117% og árið eftir fækkaði fæðingum um 488 og heldur tíðnin áfram að falla.

  4. Árið 2023 jukust áætluð andlát hjá yngri  en 55 ára um 42% (miðað við birt gögn í dag). Mælt í töpuðum lífárum var það ár því það versta síðan kóvið hófst.  Yngra fólkið er farið að deyja í meira mæli en nokkru sinni frá því farið var að halda skrár þar um.

  5. Heilsuhrun hefur orðið sem rekja má til þekktra aukaverkana bóluefnanna, hjartavöðvabólgu, hás blóðþrýstings, sjálfsónæmi, andlitslömun, blóðtappar og long covid (sem er í raun long vax).

  6. Bóluefnin sem sprautað var í fólk voru ekki þau sömu og voru prófuð. Fyrir vikið voru þau menguð af e-coli DNA plasmíð sem getur valdið stökkbreytingum. Aukning í nýgengi ágengra  krabbameina um allan heim eru án efa að einhverju leyti vegna þess.

  7. Þekktar aðferðir gegn long vax, eru ýmist hunsaðar, ofurverðlagðar (t.d. 500 falt verð á Ivermectin) og læknar hræddir frá að nota þau með óbeinum hótunum um að missa læknaleyfið fyrir þær sakir að skrifa upp á leyfð lyf sem bjarga sjúklingnum þeirra.


Eins blasa afleiðingarnar af hruni grunnstoða samfélagsins við

  1. Í tvö ár hrundi heimur barna meðan óskiljanlegir fasískir öfgar réðu ríkjum.  Hrakandi lestrarkunnátta og geðheilsa og almennur hnífaburður er án efa ein birtingarmynd þessa áfalls.

  2. Í tvö ár var stjórnarskránni ýtt til hliðar. Frelsið fór, ferðafrelsið fór, atvinnufrelsið og málfrelsið var skert til að stöðva smit án þess að nokkur vísindaleg rök lægju að baki. Allir sérfræðingar vissu, þ.m.t. forstjóri Pfizer allan tímann að bóluefnin voru aldrei hönnuð til að stöðva smit.  Allar þessar aðgerðir voru því tilgangslausar því eina leiðin til að enda kófið var að allir smituðust.

  3. Afleiðingarnar voru að tekjur af erlendum ferðamönnum minnkuðu um hátt í 800 milljarða.  Þetta er meginorsök efnahagsástandins í dag, en það þora yfirvöld ekki að ræða því þá mun tilgangsleysi þessar aðgerða blasa við öllum.


Sambærileg þöggun hefur átt sér stað á Reykjavíkurflugvelli.

  • Eftir að neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað hefur ekkert mat farið fram á því hverjar afleiðingarnar af lokuninni var. Reynsla sjúkraflugmanna sýnir þó dökka mynd, þar sem áætla má að um 50 bráðasjúklingar hafi ekki komist í meðferð vegna lokunarinnar.


Ekkert af þessum málum þora stjórnmálamenn að ræða því þegar hið sanna kemur í ljós koma mistökin líka í ljós. En þennan vanda er ekki hægt ekki þegja sig frá.

Það er ekki hægt að takast á við aðsteðjandi vanda nema fólk viti að hann er til staðar. Með framboði okkar viljum við draga sannleikann í ljós svo að takast  megi á við afleiðingarnar. Með framboði okkar viljum við vekja athygli á þeim fjölda bóluefnaskaðaðra sem hefur verið ýtt til hliðar sem afgangsstærð og endar oft á vergangi milli lækna sem virðast ekki hafa neinar lausnir. Heilsa tugþúsunda gæti verið að veði og því þarf að bregðast við strax og leyfa allar lækningar án hindrana.

Við hvetjum alla sem vilja hafa þessa nauðsynlegu umræðu sem hluta af komandi kosningaumræðu að gefa okkur meðmæli í sínu kjördæmi.

Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar Framtíðar, xY

Comments


bottom of page